Innlent

Hyggilegast hefði verið að mynda þjóðstjórn í haust

Geir H. Haarde, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hyggilegast hefði verið strax í haust að mynda þjóðstjórn allra flokka sem sæti áttu á þingi. Þetta kom fram í ræðu sem Geir hélt í upphafi landsfundar í laugardalshöll sem hófst klukkan hálfsex.

Geir segir að Vinstri grænir hafi hins vegar viljað láta kjósa strax í nóvember og verið á móti samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann segir að Samfylkingin hafi jafnframt verið á móti þjóðstjórn.

Davíð Oddsson sagði í byrjun október, rétt eftir að ríkið tilkynnti um yfirtöku á 85% hlut í Glitni, að hann teldi að þörf væri á þjóðstjórn við þær aðstæður sem væru uppi í samfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×