Aron: Þetta eru gífurlega góð úrslit fyrir okkur Ómar Þorgeirsson skrifar 10. október 2009 18:48 Sigurbergur Sveinsson átti góðan leik fyrir Hauka í dag. Mynd/Anton „Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta. Staðan var 15-12 Wisla Plock í vil í hálfleik en Haukar náðu svo forystu í leiknum í síðari hálfleik áður en heimamenn sigldu fram úr á nýjan leik. „Þetta var mjög jafn leikur en við náðum yfirhöndinni í síðari hálfleik en lentum svo í því að missa leikmenn útaf og þá náðu Pólverjarnir að komast yfir aftur. Þeir voru mest með þriggja marka forskot þegar um fimm mínútur voru eftir og allt brjálað í húsinu en við náðum að halda haus og ég er gríðarlega ánægður með það. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir strákana að brotna við mótlætið en þeir gerðu það ekki og það er mjög gott. Þetta var flott frammistaða gegn mjög sterku liði. Pólverjarnir voru virkilega svekktir í leikslok því þeir áttu von á því að keyra yfir okkur með 6-10 mörkum en það gekk ekki eftir og það er smá högg fyrir þá. Þetta er hins vegar bara hálfleikur og það er mikilvægt fyrir okkur að ná að byggja upp góða stemningu fyrir seinni leikinn og fá Íslendinga til þess að fjölmenna og hjálpa okkur að slá út þetta sterka lið," segir Aron. Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Björgvin Þór Hólmgeirsson, Elías Már Halldórsson og Pétur Pálsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þá átti Birkir Ívar Guðmundsson góðan leik í markinu og varði 17 skot. „Sigurbergur var frábær og skoraði tíu mörk þar af fimm úr vítum og var tekinn úr umferð á löngum stundum í leiknum og Björvin Þór stóð sig líka mjög vel og var að vaxa mjög í hlutverki sínu sem miðjumaður. Birkir Ívar var líka mjög öflugur í markinu en við vorum að spila 3-2-1 vörn nær allan leikinn og það gekk bara nokkuð vel og við vorum að valda þeim erfiðleikum," sagði Aron.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10 (5) Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 Elías Már Halldórsson 4 Pétur Pálsson 4 Einar Örn Jónsson 2 Freyr Brynjarsson 2 Guðmundur Árni Ólafsson 1 Heimir Óli Heimsson 1 Olís-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Sjá meira
„Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta. Staðan var 15-12 Wisla Plock í vil í hálfleik en Haukar náðu svo forystu í leiknum í síðari hálfleik áður en heimamenn sigldu fram úr á nýjan leik. „Þetta var mjög jafn leikur en við náðum yfirhöndinni í síðari hálfleik en lentum svo í því að missa leikmenn útaf og þá náðu Pólverjarnir að komast yfir aftur. Þeir voru mest með þriggja marka forskot þegar um fimm mínútur voru eftir og allt brjálað í húsinu en við náðum að halda haus og ég er gríðarlega ánægður með það. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir strákana að brotna við mótlætið en þeir gerðu það ekki og það er mjög gott. Þetta var flott frammistaða gegn mjög sterku liði. Pólverjarnir voru virkilega svekktir í leikslok því þeir áttu von á því að keyra yfir okkur með 6-10 mörkum en það gekk ekki eftir og það er smá högg fyrir þá. Þetta er hins vegar bara hálfleikur og það er mikilvægt fyrir okkur að ná að byggja upp góða stemningu fyrir seinni leikinn og fá Íslendinga til þess að fjölmenna og hjálpa okkur að slá út þetta sterka lið," segir Aron. Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Björgvin Þór Hólmgeirsson, Elías Már Halldórsson og Pétur Pálsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þá átti Birkir Ívar Guðmundsson góðan leik í markinu og varði 17 skot. „Sigurbergur var frábær og skoraði tíu mörk þar af fimm úr vítum og var tekinn úr umferð á löngum stundum í leiknum og Björvin Þór stóð sig líka mjög vel og var að vaxa mjög í hlutverki sínu sem miðjumaður. Birkir Ívar var líka mjög öflugur í markinu en við vorum að spila 3-2-1 vörn nær allan leikinn og það gekk bara nokkuð vel og við vorum að valda þeim erfiðleikum," sagði Aron.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10 (5) Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 Elías Már Halldórsson 4 Pétur Pálsson 4 Einar Örn Jónsson 2 Freyr Brynjarsson 2 Guðmundur Árni Ólafsson 1 Heimir Óli Heimsson 1
Olís-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Sjá meira