Innlent

Baldur lætur af störfum í fjármálaráðuneytinu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, lætur af störfum á næstunni. Óljóst er hvernig staðið verður að starfslokum hans en samkvæmt heimildum fréttastofu er verið verið að ganga frá þeim málum. Þær upplýsingar fengust hjá ritara Baldurs að hann væri enn við störf í ráðuneytinu en ekki náðist í Baldur. Ekki hefur heldur náðst í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í dag.

Baldur hefur undanfarin misseri verið gagnrýndur fyrir að hafa selt hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir bankahrunið í síðastliðið haust.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×