Erlent

Gætu eignast kjarnavopn á hálfu ári

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry fór fyrir nefndinni.
Öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry fór fyrir nefndinni.

Íranar gætu verið búnir að koma sér upp efniviði í kjarnorkusprengju eftir um það bil sex mánuði. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings framkvæmdi. Íranar eru taldir hafa auðgað nægilegt magn af úrani til að geta brugðist tiltölulega skjótt við og smíðað sprengju taki leiðtogar þjóðarinnar ákvörðun um að gera það. Íranar neita þó enn staðfastlega öllum ásökunum Bandaríkjamanna og annarra þjóða um að þeir séu að koma sér upp kjarnavopnum en segja kjarnorkuáætlun sína í friðsamlegum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×