Erlent

Kóbraslanga í póstsendingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/US Customs and Border Protection

Tollvörðum í Miami í Flórída brá í brún á miðvikudaginn þegar þeir opnuðu póstsendingu frá Taílandi og fundu í henni glerkrukku sem innihélt kóbraslöngu og nokkrar aðrar eitraðar slöngur í áfengisblöndu. Slöngurnar voru dauðar en tollvörður sem CNN ræddi við sagði það algengt að eitraðar slöngur væru geymdar í áfengum vökva og eitrið þannig látið síast úr kirtlum þeirra út í áfengið. Blandan væri svo notuð sem eins konar lyf við vissum kvillum og væri slík notkun algeng í Taílandi og Víetnam. Kóbraslangan telst hins vegar tegund í útrýmingarhættu samkvæmt alþjóðasáttmálum og því óheimilt að flytja hana milli landa nema reglum um eftirlit og skráningu sé fylgt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×