Innlent

Hosmany áfram í haldi

Hosmany Ramos.
Hosmany Ramos.

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Brasilíumanninum Ramos Hosmany en hann hefur verið í haldi síðan hann kom til landsins í sumar.

Hann er eftirlýstur á heimslóðum sínum en þegar hann var lýtalæknir í Brasilíu starfaði hann einnig sem glæpakóngur. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku.

Brasilísk yfirvöld vilja fá hann framseldan en enginn framsalssamningur á milli landanna.

Hosmany þarf því að sitja í gæsluvarðhaldi til 30 október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×