Erlent

Loftslagsráðstefna SÞ hefst í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn í dag en hana sækja um það bil 15.000 fulltrúar 192 þjóðríkja og nálægt eitt hundrað þjóðarleiðtogar. Helsta umræðuefnið á ráðstefnunni verður að komast að niðurstöðu um það hve mikið þróuð ríki þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun það samkomulag sem ráðstefnan getur af sér koma í stað Kyoto-bókunarinnar frá 1997. Ráðstefnan stendur í tvær vikur og hafa gríðarlegar öryggisráðstafanir verið gerðar vegna hennar enda hafa andstæðingar hnattvæðingar og umhverfissinnar æft mótmæli skipulega síðan í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×