Brasilíumaðurinn Alexandre Pato hjá AC Milan hefur greint frá ástæðu þess að Milan komst á beinu brautina eftir brösótt gengi í upphafi tímabils.
„Leyndarmálið okkar er hópurinn sem við höfum. Það eru allir mjög nánir. Þegar ég kom til Milan var mér sagt að ég væri að koma inn í fjölskyldu og nú get ég sagt að það er satt," sagði Pato.
„Hvað mig varðar þá er mér sama hvar ég spila á vellinum. Ég er bara ánægður með að spila og spila kátur þar sem þjálfarinn vill hafa mig hverju sinni."
Milan fór til Zurich í dag þar sem liðið mætir FC Zurich í mikilvægum leik í Meistaradeildinni annað kvöld.