Stjarnan bikarmeistari eftir sigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 16:04 Bikarmeistarar Stjörnunnar. Mynd/Vilhelm Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. KR byrjaði betur í leiknum en Stjarnan náði svo yfirhöndinni strax í fyrsta leikhluta. Forystuna létu þeir aldrei af hendi með mikilli seiglu, góðri varnarvinnu og drjúgum sóknarleik. Leikurinn var hin mesta skemmtun og ríkti mikil spenna í honum allt fram á síðustu sekúndu. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum sem má lesa hér að neðan.17.48 KR - Stjarnan 76-78, leik lokið Stjarnan er bikarmeistari! Óhætt er að fullyrða að það séu óvænt úrslit enda KR-ingar með ógnarsterkt lið. Þegar tvær mínútur voru eftir voru Stjörnumenn með fimm stiga forystu. KR-ingum hefur gengið afar illa með að nýta skotin sín á meðan hafa Stjörnumenn gengið á lagið. Stjörnumenn voru duglegir að láta tímann líða á lokamínútunum, ekki síst vegna dýrmæts sóknarfrákasts Fannar Freys sem hefur verið afar drjúgur í leiknum. KR-ingar komust í sókn og náðu að minnka muninn í tvö stig þegar hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn náðu aftur að láta tímann líða og KR hafði of nauman tíma til að reyna að jafna metin. Niðurstaðan því ótrúlegur sigur Stjörnunnar. Gangur 4. leikhluta: 59-64, 59-67, 62-69, 65-69, 69-73, 71-76, 73-78, 76-78.Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 23 Justin Shouse 22 (9 stoðsendingar og 8 fráköst) (Fannar Helgason 19 fráköst)Stigahæstir hjá KR: Jón Arnór Stefánsson 29 Jakob Örn Sigurðarson 15 (10 stoðsendingar)17.38 KR - Stjarnan 71-73 Stjörnumenn hafa tekið leikhlé þegar að þrjár og hálf mínúta er eftir af leiknum. Hér er rafmagnað andrúmsloft og áhorfendur afar duglegir að láta í sér heyra og styðja sína menn.17.32 KR - Stjarnan 69-72 Menn hafa haldið áfram að raða niður þristunum hér í höllinni og Stjörnumenn haldið frumkvæðinu í leiknum. Ekki bætti úr skák þegar að Helgi Már Magnússon fékk sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir og hann því útilokaður. Hlutirnir hafa þó verið að falla meira með KR síðustu mínúturnar og munurinn nú ekki nema þrjú stig.17.27 KR - Stjarnan 62-69 Þvílík byrjun. Brynjar Þór Björnsson kom inn í fyrsta sinn í leiknum í sínum fyrsta leik í vetur og vann boltann strax af Stjörnunni og setti svo niður þrist. Kartan Atli svaraði með þristi en þá var komið að Darra Hilmarssyni. Hann setti líka niður þrist.17.22 KR - Stjarnan 56-64, 3. leikhluta lokið Ótrúlegur þriðji leikhluti að baki. Stjarnan skoraði sjö stig í röð og komst svo í ellefu stiga forystu. Jón Arnór setti þá niður tvo þrista með skömmu millibili og náði svo að minnka muninn í fimm stig á lokamínútu leikhlutans. En þá gerði Justin Shouse sér lítið fyrir og setti niður flautuþrist. Gangurinn í 3. leikhluta: 37-42, 37-47, 42-47, 45-50, 48-52, 48-59, 51-59, 54-61, 56-64.17.14 KR - Stjarnan 48-57 KR-ingar eru í bullandi vandræðum. Í hvert sinn sem þeir ætla að koma sér betur inn í leikinn eiga Stjörnumenn eiga alltaf svar. Nú síðast setti Kjartan Atli Kjartansson niður þrist og jók muninn aftur í níu stig.17.11 KR - Stjarnan 46-52 Eftir að KR lenti tíu stigum undir skoraði liðið fimm stig í röð en Jovan náði að svara fyrir Stjörnuna með þristi. Skipti það engum togum, Jakob Örn svaraði strax aftur með öðrum þristi fyrir KR. Spennan er að ná nýjum hæðum í leiknum.17.05 KR - Stjarnan 37-47 Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ekkert gekk hjá KR undir körfunni frekar en áður í leiknum og þegar að Justin Shouse setti niður þrist jók hann forystu Stjörnunnar í tíu stig.16.49 KR - Stjarnan 35-42, fyrri hálfleik lokið Það var mikill hiti í leiknum og barist um hvern einasta bolta. Þegar rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik var Justin Shouse í baráttunni og lenti harkalega á auglýsingaskiltum við ritaraborðið. Stöðva þurfti leikinn í smá stund á meðan var verið að endurræsa vallarklukkuna. Stjarnan var þá komin með sjö stiga forystu í leiknum á ný en ekkert gekk í sóknarleik KR í öðrum leikhluta. Ekkert var skorað þessar síðustu mínútu hálfleiksins og Stjarnan því með óvænta forystu í hálfleik. Gangur 2. leikhluta: 24-27, 28-27, 28-30, 30-30, 31-33, 31-38, 35-38, 35-42. Stigahæstir hjá KR: Jón Arnór Stefánsson 16 Darri Hilmarsson 6 Helgi Magnússon 5Stigahæstir hjá Stjörnunni: Justin Shouse 16 Jovan Zdravevski 15 Fannar Freyr Helgason 7 (10 fráköst)16.43 KR - Stjarnan 35-40 Stjarnan byrjaði annan leikhluta með því að skora körfu en þá skoraði Darri Hilmarsson fjögur stig í röð og KR endurheimti forystuna. Jovan svaraði strax með þristi og þar með var forystan Stjörnumanna á ný. Stjörnumenn sýndu mikla seiglu í sinni varnarvinnu og það borgaði sig. Justin Shouse setti niður þrist og jók þar með forystu Stjörnunnar í sjö stig, 38-31, en KR svaraði með tveimur körfum í röð.16.30 KR - Stjarnan 24-25, 1. leikhluta lokið Stjörnumenn héldu áfram að bíta frá sér með mikilli baráttu. Fannar Freyr Helgason fór mikinn í frákastabaráttunni. Stjarnan komst svo yfir, 21-20, og Justin Shouse jók forystuna í fjögur stig með þristi eftir að Fannar hafði tekið enn eitt frákastið. Jón Arnór Stefánsson náði svo að minnka muninn í eitt stig með þristi á lokasekúndum leikhlutans en alls skoraði hann fimmtán stig í leikhlutanum. Gangur 1. leikhluta: 2-0, 10-5, 16-10, 16-16, 19-16, 19-20, 21-25, 24-25.16.20 KR - Stjarnan 16-16 Jón Arnór skoraði tíu af fyrstu sextán stigum KR en Stjörnumann hafa sýnt að þeir ætla að selja sig dýrt. Þeir hafa mætt KR-ingum af krafti í vörninni og náðu að jafna metin í stöðunni 16-16.16.14 KR - Stjarnan 13-7 KR hefur strax náð undirtökunum í leiknum. Jón Arnór kom KR í 2-0 en Jovan Zdravevski varaði fyrir Stjörnuna með þristi. Þá kom hins vegar Helgi Már og setti niður þrist strax aftur fyrir KR. Stjörnumenn ætla þó sjálfsagt ekki að játa sig sigraða alveg strax. 16.06 Velkomin til leiks. Nú er að hefjast leikur KR og Stjörnunnar í bikarúrslitaleik karla. Nú er að sjá hvort að karlaliði KR tekst að gera eins og kvennaliðið og KR nái því að vinna tvöfalt hér í dag. Hefðbundin liðsuppstilling er hjá liðunum í dag nema að Brynjar Þór Björnsson er í fyrsta sinn á leikskýrslu hjá KR. Hann er nýlega kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í vetur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Stjarnan varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta eftir sigur á KR, 78-76, í miklum háspennuleik í Laugardalshöllinni. KR byrjaði betur í leiknum en Stjarnan náði svo yfirhöndinni strax í fyrsta leikhluta. Forystuna létu þeir aldrei af hendi með mikilli seiglu, góðri varnarvinnu og drjúgum sóknarleik. Leikurinn var hin mesta skemmtun og ríkti mikil spenna í honum allt fram á síðustu sekúndu. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum sem má lesa hér að neðan.17.48 KR - Stjarnan 76-78, leik lokið Stjarnan er bikarmeistari! Óhætt er að fullyrða að það séu óvænt úrslit enda KR-ingar með ógnarsterkt lið. Þegar tvær mínútur voru eftir voru Stjörnumenn með fimm stiga forystu. KR-ingum hefur gengið afar illa með að nýta skotin sín á meðan hafa Stjörnumenn gengið á lagið. Stjörnumenn voru duglegir að láta tímann líða á lokamínútunum, ekki síst vegna dýrmæts sóknarfrákasts Fannar Freys sem hefur verið afar drjúgur í leiknum. KR-ingar komust í sókn og náðu að minnka muninn í tvö stig þegar hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn náðu aftur að láta tímann líða og KR hafði of nauman tíma til að reyna að jafna metin. Niðurstaðan því ótrúlegur sigur Stjörnunnar. Gangur 4. leikhluta: 59-64, 59-67, 62-69, 65-69, 69-73, 71-76, 73-78, 76-78.Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevski 23 Justin Shouse 22 (9 stoðsendingar og 8 fráköst) (Fannar Helgason 19 fráköst)Stigahæstir hjá KR: Jón Arnór Stefánsson 29 Jakob Örn Sigurðarson 15 (10 stoðsendingar)17.38 KR - Stjarnan 71-73 Stjörnumenn hafa tekið leikhlé þegar að þrjár og hálf mínúta er eftir af leiknum. Hér er rafmagnað andrúmsloft og áhorfendur afar duglegir að láta í sér heyra og styðja sína menn.17.32 KR - Stjarnan 69-72 Menn hafa haldið áfram að raða niður þristunum hér í höllinni og Stjörnumenn haldið frumkvæðinu í leiknum. Ekki bætti úr skák þegar að Helgi Már Magnússon fékk sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir og hann því útilokaður. Hlutirnir hafa þó verið að falla meira með KR síðustu mínúturnar og munurinn nú ekki nema þrjú stig.17.27 KR - Stjarnan 62-69 Þvílík byrjun. Brynjar Þór Björnsson kom inn í fyrsta sinn í leiknum í sínum fyrsta leik í vetur og vann boltann strax af Stjörnunni og setti svo niður þrist. Kartan Atli svaraði með þristi en þá var komið að Darra Hilmarssyni. Hann setti líka niður þrist.17.22 KR - Stjarnan 56-64, 3. leikhluta lokið Ótrúlegur þriðji leikhluti að baki. Stjarnan skoraði sjö stig í röð og komst svo í ellefu stiga forystu. Jón Arnór setti þá niður tvo þrista með skömmu millibili og náði svo að minnka muninn í fimm stig á lokamínútu leikhlutans. En þá gerði Justin Shouse sér lítið fyrir og setti niður flautuþrist. Gangurinn í 3. leikhluta: 37-42, 37-47, 42-47, 45-50, 48-52, 48-59, 51-59, 54-61, 56-64.17.14 KR - Stjarnan 48-57 KR-ingar eru í bullandi vandræðum. Í hvert sinn sem þeir ætla að koma sér betur inn í leikinn eiga Stjörnumenn eiga alltaf svar. Nú síðast setti Kjartan Atli Kjartansson niður þrist og jók muninn aftur í níu stig.17.11 KR - Stjarnan 46-52 Eftir að KR lenti tíu stigum undir skoraði liðið fimm stig í röð en Jovan náði að svara fyrir Stjörnuna með þristi. Skipti það engum togum, Jakob Örn svaraði strax aftur með öðrum þristi fyrir KR. Spennan er að ná nýjum hæðum í leiknum.17.05 KR - Stjarnan 37-47 Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Ekkert gekk hjá KR undir körfunni frekar en áður í leiknum og þegar að Justin Shouse setti niður þrist jók hann forystu Stjörnunnar í tíu stig.16.49 KR - Stjarnan 35-42, fyrri hálfleik lokið Það var mikill hiti í leiknum og barist um hvern einasta bolta. Þegar rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik var Justin Shouse í baráttunni og lenti harkalega á auglýsingaskiltum við ritaraborðið. Stöðva þurfti leikinn í smá stund á meðan var verið að endurræsa vallarklukkuna. Stjarnan var þá komin með sjö stiga forystu í leiknum á ný en ekkert gekk í sóknarleik KR í öðrum leikhluta. Ekkert var skorað þessar síðustu mínútu hálfleiksins og Stjarnan því með óvænta forystu í hálfleik. Gangur 2. leikhluta: 24-27, 28-27, 28-30, 30-30, 31-33, 31-38, 35-38, 35-42. Stigahæstir hjá KR: Jón Arnór Stefánsson 16 Darri Hilmarsson 6 Helgi Magnússon 5Stigahæstir hjá Stjörnunni: Justin Shouse 16 Jovan Zdravevski 15 Fannar Freyr Helgason 7 (10 fráköst)16.43 KR - Stjarnan 35-40 Stjarnan byrjaði annan leikhluta með því að skora körfu en þá skoraði Darri Hilmarsson fjögur stig í röð og KR endurheimti forystuna. Jovan svaraði strax með þristi og þar með var forystan Stjörnumanna á ný. Stjörnumenn sýndu mikla seiglu í sinni varnarvinnu og það borgaði sig. Justin Shouse setti niður þrist og jók þar með forystu Stjörnunnar í sjö stig, 38-31, en KR svaraði með tveimur körfum í röð.16.30 KR - Stjarnan 24-25, 1. leikhluta lokið Stjörnumenn héldu áfram að bíta frá sér með mikilli baráttu. Fannar Freyr Helgason fór mikinn í frákastabaráttunni. Stjarnan komst svo yfir, 21-20, og Justin Shouse jók forystuna í fjögur stig með þristi eftir að Fannar hafði tekið enn eitt frákastið. Jón Arnór Stefánsson náði svo að minnka muninn í eitt stig með þristi á lokasekúndum leikhlutans en alls skoraði hann fimmtán stig í leikhlutanum. Gangur 1. leikhluta: 2-0, 10-5, 16-10, 16-16, 19-16, 19-20, 21-25, 24-25.16.20 KR - Stjarnan 16-16 Jón Arnór skoraði tíu af fyrstu sextán stigum KR en Stjörnumann hafa sýnt að þeir ætla að selja sig dýrt. Þeir hafa mætt KR-ingum af krafti í vörninni og náðu að jafna metin í stöðunni 16-16.16.14 KR - Stjarnan 13-7 KR hefur strax náð undirtökunum í leiknum. Jón Arnór kom KR í 2-0 en Jovan Zdravevski varaði fyrir Stjörnuna með þristi. Þá kom hins vegar Helgi Már og setti niður þrist strax aftur fyrir KR. Stjörnumenn ætla þó sjálfsagt ekki að játa sig sigraða alveg strax. 16.06 Velkomin til leiks. Nú er að hefjast leikur KR og Stjörnunnar í bikarúrslitaleik karla. Nú er að sjá hvort að karlaliði KR tekst að gera eins og kvennaliðið og KR nái því að vinna tvöfalt hér í dag. Hefðbundin liðsuppstilling er hjá liðunum í dag nema að Brynjar Þór Björnsson er í fyrsta sinn á leikskýrslu hjá KR. Hann er nýlega kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í vetur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira