Innlent

Eftirför lauk með alvarlegu slysi - Reykjanesbraut lokað

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. MYND/Vilhelm
Alvarlegt umferðarslys varð rétt fyrir klukkan hálf sjö þegar jeppabifreið var ekið á miklum hraða á brúarstólpa á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar í Reykjavík.

Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um för mannsins eftir að hann ók í burtu eftir að hafa ekið á kyrrstæða bifreið. Lögreglan mætti bifreiðinni við álverið í Straumsvík og reyndi ítrekað að stöðva för hennar. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og reyndi að komast undan. Að sögn lögreglu ók maðurinn að minnsta kosti tvisvar á lögreglubifreiðar og endaði för sína á brúarstólpa. Hann var einn í bifreiðinni.

Reykjanesbraut er lokað í norður og er umferð beint upp á brúna.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×