Fótbolti

Kristján Örn tryggði Brann jafntefli

Sex leikir voru á dagskrá í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Kristján Örn Sigurðsson var hetja Brann þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins undir lokin í 1-1 jafntefli þess við Rosenborg á útivelli.

Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Lilleström þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Aalesund.

Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í byrjunarliði Lyn sem vann Bodo/Glimt 2-0 á útivelli.

Kjartan Henry Finnbogason kom inn sem varamaður í uppbótartíma þegar lið hans Sandefjord gerði 1-1 jafntefli við Fredrikstad.

Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Stabæk sem gerði 3-3 jafntefli við Odd Grenland. Árni Gautur Arason stóð í marki Odd Grenland.

Úrslitin í Noregi í dag:

Aalesund - Lillestrøm 3 - 1

Bodø/Glimt - Lyn 0 - 2

Sandefjord - Fredrikstad 1 - 1

Stabæk - Odd Grenland 3 - 3

Strømsgodset - Molde 0 - 2

Rosenborg - Brann 1 - 1

Molde er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús eftir þrjár umferðir, en Rosenborg er í öðru sæti með 7 stig. Aalesund, Fredrikstad og Start hafa öll 5 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×