Erlent

Ákærður fyrir að drepa konuna sína - gerði grín í stresskasti

Drew Petersson með fyrrum kollega sínum. Gerði heljarinnar grín - í stresskasti - segir lögfræðingurinn.
Drew Petersson með fyrrum kollega sínum. Gerði heljarinnar grín - í stresskasti - segir lögfræðingurinn.

Fyrrum lögregluvarðstjórinn Drew Petersson var leiddur fyrir rétt í Illinois í Bandaríkjunum vegna ákæru um að hafa drekkt eiginkonu sinni árið 2004. Athygli vakti að Drew gerði mikið grín við blaðamenn þegar hann var leiddur fyrir dómarann.

Lögfræðingur hans sagði í kjölfarið að þetta væri aðferði Drews til þess að takast á við stress. Sjálfur er Drew einnig grunaður um að hafa myrt fjórðu eiginkonuna sína.

Mál Drews hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum en hann var ekki ákærður fyrir morðið á þriðju konu, Kathleen Savio, sinni fyrr en árið 2007, þremur árum eftir dauða hennar. Í fystu var talið að hún hefði látist af slysförum í baðkari heima hjá sér.

Kathleen var þriðja eiginkona Drews. Þau stóðu í skilnaði þegar hún var myrt.

Það var ekki fyrr en Drew tók saman við fjórðu eiginkonu sína, hina 23 ára gömlu Stacy sem málin fóru að flækjast. Hún hvarf sporlaust og lögreglan fór að rannsaka málið. Í kjölfari kviknaði grunur um að hann hefði drekkt þriðju eiginkonu sinni og væri hugsanlega ábyrgur fyrir hvarfi þeirra fjórðu. Hún hefur ekki enn fundist.

Drew neitar að hafa myrt þær báðar og heldur því fram að Stacy hafi hlaupist á brott með öðrum manni.

Þegar Drew var leiddur fyrir dómara gerði hann mikið grín að hallærislegum klæðnaði sínum, rauðum fangagalla, og svo kallaði hann til blaðamannanna: Hvað finnst ykkur um „blingið" mitt?

Átti hann þá við handjárnin sín.

Þá sagði hann einnig: „Kannski hefði ég átt að skila þessum bókum aftur á bókasafnið."

Þjóðinni var ekki skemmt og var lögmaður hans kallaður í viðtal. Þar útskýrði hann að grínið hans Drews, eins ósmekklegt að það kynnni að vera, væri í raun viðbrögð við miklu stressi.

Fox news greindi frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×