Viðskipti erlent

Lánshæfi Írlands lækkar

Seðlabanki Írlands.
Seðlabanki Írlands.

Matsfyrirtækið Standard & Poors, hefur lækkað lánshæfismat Írlands í annað sinn á þessu ári.

 

Lánshæfismatið var lækkað um eitt stig, eða úr AA+ í AA með neikvæðum horfum sem gefur til kynna að horfur séu á frekari lækkun lánshæfismatsins.

 

Þar með er Írland með sama lánshæfismat og Japan, Slóvenía og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

 

Írland býr við margþætt vandamál og við teljum landið enn veikasta efnahagslega hlekkinn í Evrópusambandinu en berum það ekki að jöfnu við stöðuna á Íslandi, hefur Bloomberg fréttaveitan eftir sérfræðingi hjá Royal Bank of Scotland.



Þess má geta að lánshæfi Íslands er BBB - samkvæmt síðasta mati Standard & Poors.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×