Erlent

Segir af sér vegna lágflugs yfir Manhattan

Myndin sem kostaði Louis starfið.
Myndin sem kostaði Louis starfið.

Louis Caldera, maðurinn sem er ábyrgur fyrir lágflugi bandarísku forsetavélarinnar, Air Force One, í síðasta mánuði, hefur sagt upp störfum hjá hvíta húsinu.

Flugið vakti mikla athygli en íbúar New York fylltust skelfingu þegar þeir sáu flugvélina hringsóla í kringum Frelsisstyttuna á Manhattan. Sitthvoru megin við flugvélina flugu tvær herþotur.

New York-búar hafa svo sannarlega ekki gleymt hryðjuverkunum þann 11. september, og því voru háhýsi rýmd og skelfing greip um sig.

Í ljós kom að Louis Caldera hafði heimilað myndatöku á flugvél forsetans við styttuna.

Barack Obama tók við uppsögninni og mun hún taka gildi þann 22. apríl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×