Handbolti

74 prósent vilja að Þórir taki við af Breivik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson og Marit Breivik.
Þórir Hergeirsson og Marit Breivik. Mynd/Afp

Lesendur vefútgáfu Dagblaðsins í Noregi eru langflestir á því að Íslendingur eiga að þjálfa norska kvennahandboltalandsliðið.

Í könnum á vef blaðsins hefur Þórir Hergeirsson fengið 74 prósent af 3119 atkvæðum en næstur á eftir honum er Ole Gustav Gjekstad með tíu prósent atkvæða.

Þórir hefur verið aðstoðarmaður Marit Breivik frá árinu 2001 og hún sjálf hefur komið fram og sagt það að það sé enginn betri til að taka við starfinu af sér en einmitt Þórir.

Norska handboltalandsliðið er besta kvennalandsliðið í heimi eftir að liðið vann bæði gull á Ólympíuleikunum í Peking og Evrópumeistaratitilinn á síðasta ári. Framundan er Heimsmeistaramót í Kína í 28. nóvember til 13. desember.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×