Viðskipti innlent

Landsbankinn tekur yfir hlut Magnúsar Ármanns í Byr

Magnús Ármann
Magnús Ármann

Landsbankinn er orðinn stærsti hluthafinn í Byr með rétt rúmlega 7,5% hlut samkvæmt nýjum hluthafalista sjóðsins sem birtur var á miðvikudag. Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Imons, félags athafnamannsins Magnúsar Ármanns, vegna skulda.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. nóvember síðastliðinn var greint frá því að þessi möguleiki gæti komið upp vegna milljarða kaupa Imons á bréfum í Landsbankanum rétt fyrir hrun bankanna í október á síðasta ári.  

Imon keypti 4,05 prósenta hlut í Landsbankanum skömmu áður en bankarnir hrundu síðastliðið haust fyrir átta milljarða sem gufuðu upp. Þau viðskipti eru til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu.

Magnús átti jafnframt þriðjungshlut í Materia Invest sem var í hópi stærstu hluthafa FL Group. Sá hlutur er einskis virði í dag þar sem félagið leitar nú nauðasamninga við kröfuhafa til að forðast gjaldþrot.

Magnús fékk rúman milljarð í arð frá Byr í umdeildri 13,5 milljarða arðgreiðsluúthlutun sjóðsins vorið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×