Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu vegna skógarelda sem hafa brennt um 14 ferkílómetra svæði og brennt minnst 70 hús.
Erfiðlega gengur að slökkva eldana vegna þess hve heitt er í veðri og vindasamt. Eldarnir eru sagðir ógna 3.500 heimilum í og við Santa Barbara og 100 fyrirtækjum.
Um 20.000 íbúar þar hafa orðið að yfirgefa heimili sín.