Fimmtán milljarða afskrift vegna Kaupþingsforstjóra 26. febrúar 2009 21:35 Kaupþing gæti þurft að afskrifa tæpa 15 milljarða vegna hlutabréfakaupa Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Sigurður tók sjálfur ákvörðun um að aflétta persónulegri ábyrgð sinni á láninu. Starfsmenn gamla Kaupþings fengu um 50 milljarða króna að láni hjá bankanum til þess að kaupa í honum hlutabréf. Flestir gerðu kaupin í sínu eigin nafni en þó eru nokkur dæmi um að starfsmenn hafi stofnað einkahlutafélag í kringum kaupin. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, stofnaði félag í sínu nafni og fékk lán til hlutabréfakaupanna í bankanum. Lánið hljóðaði upp á tæpan 3 og hálfan milljarð og er kúlulán, með eina greiðslu árið 2011. Frá því að lánið var tekið hefur krónan veikst gríðarlega hefur upphæð lánsins því rúmlega tvöfaldast. Það stendur í rúmum 7 milljörðum í dag. Miðað við tilkynningar um hlutafjárkaup Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarfomanns Kaupþings, má draga þá ályktun að skuldastaða Sigurðar sé svipuð og Hreiðars. Sigurður keypti hlutabréfin í sínu nafni og ætti því að bera persónulega ábyrgð á láninu. Hann ákvað hinsvegar ásamt stjórn gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Hann ber því enga persónulega ábyrgð á lántöku sinni. Þegar bankanum var skipt í gamla og nýja Kaupþing fluttust þessar kröfur yfir í nýja bankann. Strangt til tekið er ekki búið að afskrifa þessi lán en Deloitte vinnur nú að endurverðmati á þeim. Gamli bankinn mun þá bera kostnaðinn af niðurfærslunni og eru það því erlendir kröfuhafar sem blæða fyrir hlutabréfakaup fyrrum forsvarsmanna bankans, í þessu tilviki tæpa 15 milljarða. Til að setja þá tölu í samhengi þá er fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 2,6 milljarðar, sem er innan við 20% af afskrift vegna hlutabréfakaupa þeirra félaga. Ekki náðist í Hreiðar Má og Sigurð í dag. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kaupþing gæti þurft að afskrifa tæpa 15 milljarða vegna hlutabréfakaupa Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Sigurður tók sjálfur ákvörðun um að aflétta persónulegri ábyrgð sinni á láninu. Starfsmenn gamla Kaupþings fengu um 50 milljarða króna að láni hjá bankanum til þess að kaupa í honum hlutabréf. Flestir gerðu kaupin í sínu eigin nafni en þó eru nokkur dæmi um að starfsmenn hafi stofnað einkahlutafélag í kringum kaupin. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, stofnaði félag í sínu nafni og fékk lán til hlutabréfakaupanna í bankanum. Lánið hljóðaði upp á tæpan 3 og hálfan milljarð og er kúlulán, með eina greiðslu árið 2011. Frá því að lánið var tekið hefur krónan veikst gríðarlega hefur upphæð lánsins því rúmlega tvöfaldast. Það stendur í rúmum 7 milljörðum í dag. Miðað við tilkynningar um hlutafjárkaup Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarfomanns Kaupþings, má draga þá ályktun að skuldastaða Sigurðar sé svipuð og Hreiðars. Sigurður keypti hlutabréfin í sínu nafni og ætti því að bera persónulega ábyrgð á láninu. Hann ákvað hinsvegar ásamt stjórn gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Hann ber því enga persónulega ábyrgð á lántöku sinni. Þegar bankanum var skipt í gamla og nýja Kaupþing fluttust þessar kröfur yfir í nýja bankann. Strangt til tekið er ekki búið að afskrifa þessi lán en Deloitte vinnur nú að endurverðmati á þeim. Gamli bankinn mun þá bera kostnaðinn af niðurfærslunni og eru það því erlendir kröfuhafar sem blæða fyrir hlutabréfakaup fyrrum forsvarsmanna bankans, í þessu tilviki tæpa 15 milljarða. Til að setja þá tölu í samhengi þá er fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 2,6 milljarðar, sem er innan við 20% af afskrift vegna hlutabréfakaupa þeirra félaga. Ekki náðist í Hreiðar Má og Sigurð í dag.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira