Handbolti

Taplausar í tíu ár á heimavelli sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tonje Larsen hefur verið með Larvik öll tíu árin.
Tonje Larsen hefur verið með Larvik öll tíu árin. Mynd/GettyImages

Norska handboltaliðið Larvik hefur verið langsigursælasta kvennahandboltalið Noregs undanfarinn áratug og í fyrrakvöld náði félagið einstökum árangri þegar liðið var búið að spila fara taplaust í gegnum heilan áratug á heimavelli sínum í Bergslihallen.

Larvik tapaði síðast heimaleik 14. mars 1999 þegar Stabæk kom í heimsókn og vann 27-26 sigur. Það gekk lítið hjá Larvik þetta tímabil en síðan þá hefur liðið unnið níu deildarmeistaratitla í röð.

Eftir öruggan sigur á 31-20 Njård þá hefur liðið nú leikið 114 leiki í röð á heimavelli án þess að tapa. Liðið hefur unnuð 113 af þessum 114 leikjum sem er ótrúleg tölfræði.

Sigurganga Larvik nær reyndar yfir allar hallir í Noregi en það eru liðnir 2885 dagar síðan að liðið tapaði í norsku deildinni. Liðið hefur nú spilað 177 deildarleiki í röð án þess að tapa.

Þrátt fyrir þessa stórkostlegu sigurgöngu í Bergslihallen þá á Larvik aðeins eftir að leika tvo leiki á þessum besta heimavelli í Noregi. Eftir þá flytur liðið í Arena Larvik, nýjustu og glæsilegustu íþróttahöll Noregs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×