Fótbolti

Hrunið hjá Hoffenheim er sannkölluð martröð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur ekkert gengið hjá Demba Ba og félögum í Hoffenheim.
Það hefur ekkert gengið hjá Demba Ba og félögum í Hoffenheim. Mynd/AFP

Ævintýri nýliða Hoffenheim í Þýskalandi hefur fengið sannkallaðan martraðarendi. Hoffenheim var á toppnum eftir fyrri hluta þýsku bundesligunnar en hefur síðan aðeins náð í tíu stig eftir áramót sem er það minnsta af öllum liðum þýsku deildarinnar.

Hoffenheim fékk 35 stig út úr 17 leikjum í fyrri umferðinni og var þá með jafnmörg stig og Bayern München en með betri markatölu. Hoffenheim vann 11 af fyrstu 17 leikjunum og skoraði 42 mörk á móti aðeins 23 (+19).

Hoffenheim hefur aftur á móti aðeins náð í 10 stig út úr 13 leikjum í seinni umferðinni þar sem liðið hefur aðeins unnið einn leik og markatalan er 12-22 þeim í óhag.

Leikmenn Hoffenheim hafa ekki þolað mótlætið vel enda hafa fimm leikmenn fengið að líta rauða spjaldið í 13 leikjum liðsins í seinni umferðinni en liðið fékk aðeins eitt rautt spjald í fyrstu 17 leikjunum.

VfL Wolfsburg er á toppi deildarinnar í dag og á góðri leið með að landa titlinum. Liðið var samt aðeins í 9. sæti eftir fyrri hlutann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×