Viðskipti erlent

Jane bjargaði Whistles undan greiðslustöðvun Baugs

Jane Shepherdson, viðskiptafélagi Baugs í Bretlandi, náði að bjarga Whistles verslunarkeðjunni undan greiðslustöðvun Baugs í Bretlandi á síðustu stundu.

Fjallað er um málið í blaðinu The Guardian en þar segir að Sheperdson hafi tekist að fá nýja aðila inn í Whistles og þannig náð að minnka hlut Baugs í verslunarkeðjunni úr 49,5% og niður í 20%. Hinir nýju aðilar eru Tiber Investments og Malton Investments.

Í Guardian segir að Shepherdson, sem var drifkrafturinn á bakvið Top Shop á sínum tíma, hafi unnið að málinu í kyrrþei undanfarnar vikur. Hafi hún og stjórnunarlið hennar tekist að nái inn nýju fjármagni þrátt fyrir að fáir vilji fjárfesta í breskum verslunum þessa dagana.

Shepherdson segir að það hafi verið mikill léttir fyrir stjórn Whistles að þaim tókst að fá nýtt fjármagn inn í félagið. Allt sem tengist Íslandi þessa dagana sé erfitt að fjármagna þar sem allir vita að eigi í miklum erfiðleikum og hætta sé á að allt tengt Íslendingum hrynji eins og spilaborg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×