Fótbolti

Hoffenham hélt toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigrinum fagnað eftir leik í dag.
Sigrinum fagnað eftir leik í dag. Nordic Photos / Bongarts

Þýska úrvalsdeildin í knattspyrnu er komin af stað á nýjan leik eftir vetrarhlé og heldur spútniklið Hoffenheim uppteknum hætti á nýju ári.

Liðið vann 2-0 sigur á Energy Cottbus á hinum glænýja Rhein-Neckar-leikvangi sem liðið lék á í fyrsta sinn í dag. Hann tekur rúm 30 þúsund manns í sæti.

Það voru þeir Demba Ba og Boubacar Sonogo sem skoruðu mörk Hoffenheim í dag en liðið þótti leika vel þrátt fyrir fjarveru markaskorarans Vedad Ibisevic sem er frá vegna krossbandsslita það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Hann afrekaði þó að skora átján mörk í einungis sautján leikjum á tímabilinu.

Hoffenheim er með tveggja stiga forystu á Herthu Berlin og Hamburger SV sem eru bæði með 36 stig.

Hertha vann 2-1 sigur á Frankfurt en í gær vann Hamburg góðan sigur á Bayern München, 1-0, með marki Mladen Petric.

Þetta er aðeins í annað skiptið sem Bayern er ekki í hópi þriggja efstu liða deildarinnar á þessum tímapunkti tímabilsins.

Úrslit dagsins:

Dortmund - Leverkusen 1-1

Hannover - Schalke 1-0

Hertha - Frankfurd 2-1

Hoffenheim - Cottbus 2-0

Köln - Wolfsburg 1-1

Stuttgart - Mönchengladbach 2-0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×