Andrea Dossena, leikmaður Liverpool, er nú orðaður við Napoli í ítölskum fjölmiðlum. Félagið er sagt vilja fá hann að láni í janúar næstkomandi.
Dossena hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í byrjunarliði Liverpool en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu.
Napoli hafði áhuga á að fá hann í sumar en ekkert varð af því.
Roberto Donadoni var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu nú í haust og mun sá nýi, Walter Mazzarri, hafa áhuga á að fá Dossena í raðir félagsins.
Dossena orðaður við Napoli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

