Viðskipti erlent

Magma tapar tæplega þremur milljónum dollara

Félagið Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma fyrir ári tapaði fyrirtækið rúmlega áttahundruð þúsund dollurum. Magma Energy á meðal annars hlut í HS orku á Suðurnesjum.

Félagið seldi orku fyrir milljón dollara á fyrsta ársfjórðungi en félagið var ekki með neinar rekstrartekjur á síðasta ári.

Í viðtali við Oilweek segir Ross Beaty, stjórnarformaður Magma, að félagið hafi vaxið talsvert á árinu. Meðal annars í gegnum fjárfestingar sínar hér á landi, Nevada í Bandaríkjunum og svo í Suður Ameríku. Þar að auki stóð félagið í hlutabréfaaukningu upp á 88 milljónir dollara.

Þá segir Beaty að Magma Enery muni eignast 43 % hlut í HS orku, sem er stærsta orkufélag í einkaeigu hér á landi, gangi samningar eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×