Formúla 1

Ökuskírteini kostar Hamilton 35 miljónir

Lewis Hamilton þarf að borga 35 miljónir fyrir ökuskírteini í ár.
Lewis Hamilton þarf að borga 35 miljónir fyrir ökuskírteini í ár. Mynd: Kappakstur.is

Lewis Hamilton þarf að punga út 35 miljónum króna fyrir sérstakt ofur ökuskírteini sem Formúlu 1 ökumenn verða að hafa til taks í mars.

Ökumenn þurfa að greiða fyrir sérstakt ofur-ökuskírteini fyrir keppnistímabilið og FIA breytti reglum um úthlutun þeirra í fyrra. Ákveðið var að hækka grunngjaldið um 5-600% og að stigahæstu ökumenn þyrftu að borga sérstakt álag fyrir hvert stig sem þeir unnu sig inn.

Þetta þýðir að Lewis Hamilton þarf að borga 218.000 evrur fyrir skírteini, eða 35 miljónir íslenskra króna. Ökumenn hafa mótmælt þessari hækkun og finnst ótækt að verðið hækki á þennan hátt.

Sjá meira um málið








Fleiri fréttir

Sjá meira


×