Elísabet Gunnarsdóttir mun skrifa undir nýjan tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad um helgina.
Þetta segir hún í viðtali við Morgunblaðið í dag. Elísabet tók við liðinu síðastliðið haust og undir hennar stjórn hafnaði Kristianstad í tíunda og þrijða neðsta sæti deildarinnar með átján stig.
Fjórir íslenskir leikmenn léku með liðinu í sumar - Guðný Björk Óðinsdóttir, Erla Steina Arnardóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir sem er á leið í bandarísku atvinnumannadeildina.
Elísabet sagðist vonast til þess að halda flestum leikmönnum liðsins.