Lífið

María Sigrún afþakkaði starf fréttaþulu

María Sigrún Hilmarsdóttir er fréttamaður á RÚV.
María Sigrún Hilmarsdóttir er fréttamaður á RÚV.
Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, fréttamanni hjá RÚV, var boðin staða fréttalesara hjá Skjá einum, samkvæmt heimildum Vísis. Hún þáði hins vegar ekki starfið.

Eins og upplýst var fyrr í september hyggjast Morgunblaðið og Skjár einn sameinast um að senda út kvöldfréttatíma í lok mánaðarins. Sigríður Margrét Oddsdóttir sagði í samtali við Vísi í morgun að ekki væri búið að ráða fréttaþul en það yrði væntanlega gert á næstu dögum.

María Sigrún Hilmarsdóttir vildi sjálf ekkert tjá sig um málið þegar leitað var viðbragða hjá henni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.