Lífið

Hersir og Rósa eiga von á barni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hersir Aron Ólafsson og Rósa Kristinsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni.
Hersir Aron Ólafsson og Rósa Kristinsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni.

Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun júlí.

Hersir tilkynnti fréttirnar á Instagram með myndaröð frá Tansaníu þar sem fjölskyldan ver hátíðunum. 

Á einni myndinni er storkur og segir í færslunni: „Sáum storkinn í dag, sem er viðeigandi þar sem hann kemur til okkar í byrjun júlí 👶 Ógleymanleg jól og áramót í frábærum hóp í Tansaníu“.

Þau Hersir og Rósa eru bæði 31 árs gömul og verður þetta þeirra fyrsta barn.

Sérfræðingur í fjárfestingum og aðstoðarmaður formannsins

Hersir sem er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands hefur verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá 2020 þegar hann fyllti í skarð Svanhildar Hólm sem hætti til að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. 

Hersir starfaði áður sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, síðar á fréttastofu Stöðvar 2 auk þess að vera einn þáttastjórnenda Íslands í dag.

Rósa er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún starfar sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá sjóðnum. Hún kom þangað 2022 frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur, regluvörður og áhættustjóri.

Sjá einnig: Dagur í lífi Rósu

Áður starfaði Rósa hjá Kviku banka og sem framkvæmdastjóri lánasjóðsins Framtíðarinnar. Rósa er einnig ein stofnenda Fortuna Invest, fræðsluvettvangs um fjárfestingar, og meðhöfundur bókarinnar Fjárfestingar, að því er segir í tilkynningu frá VEX.


Tengdar fréttir

Rósa ráðin til sjóðastýringarfélagsins VEX

Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til VEX þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum. Rósa kemur til félagsins frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur og regluvörður auk þess að hafa sinnt starfi áhættustjóra.

Hersir Aron nýr aðstoðarmaður Bjarna

Hersir Aron Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.