Handbolti

Guif knúði fram oddaleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hreiðar Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Guif vann í gær sex marka sigur á Sävehof í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, 28-22.

Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 2-2, og liðin mætast í oddaleik á heimavelli Sävehof á sunnudaginn kemur.

Haukur Andrésson skoraði fjögur mörk fyrir Guif í leiknum, þar af eitt úr víti en þjálfari liðsins er bróðir hans, Kristján Andrésson.

Hreiðar Guðmundsson lék síðustu tíu mínútur leiksins í marki Sävehof.

Það var mikil harka í leiknum og fengu þrír leikmenn að líta rauða spjaldið, þar af tveir úr röðum Sävehof.

Úrslitin í hinni undanúrslitaviðureigninni ráðast einnig í oddaleik þar sem Hammarby vann sigur á Alingsås í gær, 27-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×