Menning

Leikverk um Bólu-Hjálmar

Ágústa Skúladóttir
Ágústa Skúladóttir

Í kvöld verður aukasýning á verkinu Brunað gegnum Bólu-Hjálmar á vegum Stoppleikhópsins í Leikhúsinu í Funalind 2 í Kópavogi. Verkið er nýtt af nálinni en höfundar eru þeir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Verkið byggist á lífi og ljóðum Hjálmars Jónssonar sem kenndur er við Bólu. Sýningin hefst kl. 20.00.

„Brunað í gegnum Bólu-Hjálmar“ var frumsýnt í maí sl. í Iðnó. Hefur það síðan verið á leikferð um landið þar sem sýningar fóru fram bæði í grunnskólum og á hjúkrunarheimilum eldri borgara. Nú gefst almenningi því tækifæri til að berja verkið augum. Þrír leikarar segja söguna og leika allar persónur. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, en leikmynd og búninga gerir Guðrún Öyahals. Miðapantanir í síma 898 7205.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×