Viðskipti erlent

Reyna að fá umdeildum eftirlaunum bankamanns hnekkt

Fred Goodwin, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland.
Fred Goodwin, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland.
Lögfræðingar á vegum Royal Bank of Scotland reyna nú hvað þeir til að fá samkomulagi um eftirlauna- og lífeyrisgreiðslur til Freds Goodwin, fyrrum framkvæmdastjóra bankans.

Bankinn hefur verið í gjörgæslu hjá breska ríkinu en tap á rekstri hans í fyrra var rúmlega 24 milljarðar punda sem er met í breskri viðskiptasögu.

Goodwin lét af störfum og hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki orðið við óskum um að afsala sér árlegum greiðslum upp á rúmlega 700 þúsund pund sem jafngildir nærri 120 milljónum króna.

Í mars voru unnar skemmdir á heimili Goodwins í Edinborg og á Mercedes bifreið hans.

Lögfræðingarnir vænta þess að fá samkomulaginu hnekkt eða að dregið verði stórlega úr greiðslunum til framkvæmdastjórans fyrrverandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×