Erlent

Kengúrudrápin vekja mótmæli

Ástralíuher hyggst drepa sex þúsund kengúrur á æfingasvæði hersins skammt frá Canberra, höfuðborg Ástralíu.

Drápin eru sögð til þess ætluð að vernda sjaldgæfar gróðurtegundir og skordýr.

Ekki eru þó allir á þetta sáttir. Í fyrra hugðist herinn drepa 400 kengúrur á öðru æfingasvæði en mótmælendur stöðvuðu þær framkvæmdir.

„Við ætlum ekki að sitja hjá og láta þetta gerast," segir Bernard Brennan hjá áströlskum dýraverndarsamtökum. Mótmælendur ætla að fara inn á svæðið í stórum hópum á næstu dögum.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×