Fótbolti

Viktor Bjarki til Nybergsund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viktor Bjarki í leik með KR síðastliðið sumar.
Viktor Bjarki í leik með KR síðastliðið sumar. Mynd/Valli

Viktor Bjarki Arnarsson hefur samið við norska 1. deildarfélagið Nybergsund og yfirgefur hann þar með úrvalsdeildarfélagið Lilleström.

Viktor Bjarki gekk til liðs við Lilleström haustið 2006 eftir að hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótið það árið en þá lék hann með Víkingum.

Hann átti við erfið meiðsli að stríða fyrsta árið og fékk engin tækifæri með liðinu. Í fyrra var hann svo lánaður til KR en fljótlega eftir að hann sneri aftur til Noregs var ljóst að hann myndi ekki fá mörg tækifæri hjá Lilleström.

Hann sagði í samtali við heimasíðu Lilleström að hann væri ánægður með félagaskiptin en harmar það að hafa ekki fengið fleiri tækifæri með Lilleström.

„En svona er þetta stundum í fótboltanum," sagði hann. „Ég hef aðeins heyrt gott eitt um Nybergsund og veit að við munum vera í toppbaráttunni í 1. deildinni á næsta tímabili."

Henning Berg, þjálfari Lilleström, hrósaði Viktori. „Mér finnst Viktor hafa verið mikill fagmaður í öllu þessu. Hann veit að við erum með of stóran leikmannahóp en hefur engu að síður lagt mikið á sig í vetur og bætt sig. Viktor er góður leikmaður með marga góða kosti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×