Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2009 07:30 Vatn frá Tyrklandi. Stefán Gíslason umhverfisfræðingur keypti hálfslítra flösku með nafninu Pinar í Krónunni um daginn. Mynd/Stefán „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun. Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira