Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 20. ágúst 2009 14:30 Marvin að kjassa hundinn sinn, Mjölni. „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess. Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn. „Ég lagði samt aldrei hendi á þennan mann, ég skaðaði hann ekki eða ógnaði honum. Ég hef samt á samviskunni að hafa ekki stoppað þetta," segir Marvin, sem vill þó síður fara út í smáatriði málsins. Marvin er lesendum Vísis kunnur, en hann missti hundinn sinn Mjölni í kerfinu fyrr í sumar þegar hann var gefinn nýjum eigendum eftir að hafa týnst. Marvin gat ekki sótt Mjölni til þar til bærra yfirvalda eftir að hann fannst því hann var í meðferð á Vogi. Hundurinn er enn ófundinn, en yfir 7000 manns hafa skráð sig í hópinn Mjölni skilað á Feisbúkk. Aðspurður játar Marvin að hafa verið í neyslu á þessum tíma, en hann sé nú edrú. „Þegar þetta skeði þá uppgötvaði ég að líf mitt var meira eða minna orðið viðbjóðslegt. Ég skráði mig í meðferð, fór inn á Vog, útskrifaðist þaðan og er búinn að vera edrú síðan." Marvin vonast til að það verði honum til málsbóta fyrir dómi. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég reif mig upp. Þegar maður áttar sig á því að maður hefur komið nálægt svona skelfilegum hlut, þá liggur það náttúrulega alveg rosalega þungt á manni," segir Marvin. Hann segir fíkniefnaheiminn ekki líf heldur kviksyndi sem maður drukknar í áður en maður veit af. Marvin fer fyrir dóm á morgun og er að eigin sögn stressaður fyrir því, enda fyrsta skiptið sem hann tekst á við svona lagað. Hann segist þó vilja taka líf sitt í gegn og standa sig svo hann endi ekki í líkkistu eða lokaður inni. „Ég ætla að fara aftur í skóla. Framtíðarplanið er að flytja til Þýskalands og verða fullgildur hundaþjálfari. Ég elska hunda, allt við þá," segir Marvin, sem hefur verið að hjálpa ýmsu vinafólki við að þjálfa hunda þess.
Tengdar fréttir Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39
Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30