Innlent

Fallinna hermanna minnst í Fossvogskirkjugarði

Frá minningarathöfninni í Fossvogskirkjugarði í morgun.
Frá minningarathöfninni í Fossvogskirkjugarði í morgun. MYND/Sigurjón
Í dag er þess víða minnst að 64 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Minningarathöfn var við minnismerki Rússa í Fossvogskirkjugarði í morgun.

Uppgjafar Þjóðverja er jafnan minnst í Rússlandi og öðrum ríkjum Austur-Evrópu níunda maí en þjóðir Vestur-Evrópu miða almennt við áttunda maí. Það var hins vegar bæði sjöunda og áttunda maí 1945 sem bandamenn tóku formlega við skilyrðislausri uppgjöf vopnaðra herja þýskra nasista en þar með var bundinn endir á Þriðja ríki Adolfs Hitler.

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor Tatarintsev, lagði í morgun blómsveig að minnismerkinu Vonin til minningar um fallna þátttakendur í siglingum skipalesta yfir Atlantshafið. Timofej Zolotuskij, príor rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, messaði í lok athafnarinnar.

Minnismerkið Vonin í Fossvogskirkjugarði var reist árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×