Viðskipti innlent

Jöklabréfum snarfækkar

Seðlabankinn
Seðlabankinn
Heildarvirði jöklabréfa mun nema áttatíu milljörðum króna í vikulokin. Bréf upp á tæpa 170 milljarða króna hefur fallið á gjalddaga frá áramótum.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í gær. Þar segir að vegna takmarkana á fjármagnsflutninga sé ljóst að stærstur hluti þeirra höfuðstólsgreiðslna sem fallið hafi frá í haust hafi ekki verið fluttur úr landi. Þá hafi Seðlabankinn ekki heimilað að skipta vaxtagreiðslum, sem gefin eru út af erlendum aðilum í krónum, yfir í erlendan gjaldeyri. Féð hafi því leitað í aðra innlenda ávöxtun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×