Innlent

Fundur viðskiptanefndar ekki á dagskrá

Ekki hefur verið boðað til fundar í viðskiptanefnd Alþingis vegna seðlabankafrumvarpsins. Staðan er óbreytt og frumvarpið er enn fast í nefndinni eftir að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndaði á mánudaginn meirihluta með sjálfstæðismönnum og studdi tillögu þeirra um að fresta málinu.

Samkvæmt tillögunni á frumvarpið að bíða í nefndinni uns nefnd á vegum Evrópusambandsins hefur sett fram tillögur um eftirlitsaðila á fjármálamarkaði. Á vef Wall Street Journal segir að skýrslan verði birt í dag. Þar er fullyrt að ekki verði hvatt til þess að settar verði umfangsmiklar reglur um evrópska fjármálamarkaðinn.

Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndir, sagði í samtali við fréttastofu hún hafði sagt nefndarmönnum að hún myndi hugsanlega boða til fundar í nefndinni með skömmum fyrirvara vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×