Mílanóliðin AC og Inter riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
AC tapaði fyrir Palermi á heimavelli, 0-2, á meðan Inter sótti aðeins eitt stig til Atalanta þar sem leik lyktaði 1-1.
Inter þrátt fyrir það á toppnum með 36 stig. Milan í öðru sæti með 31 og Juve þar á eftir með 30 stig.