Handbolti

Arnór úr leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór getur ekki spilað í kvöld.
Arnór getur ekki spilað í kvöld. Nordic Photos / AFP

Áföllin halda áfram að dynja á íslenska handboltalandsliðinu. Nú síðast gekk Arnór Atlason úr skaftinu en hann tognaði á læri á æfingu landsliðsins í gær.

Leikur því eðlilega ekki í kvöld gegn Makedónum og óvissa er um hvort hann geti spilað á sunnudaginn gegn Eistum að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, tjáði Vísi áðan.

Það má því búast við því að Guðjón Valur Sigurðsson bregði sér í skyttuhlutverkið í kvöld enda Logi Geirsson einnig fjarverandi.

Einar sagði mikla stemningu vera fyrir leiknum í kvöld og um 8.000 manns munu troðfylla húsið í Skopje.

„Þeir sögðust vel hafa getað selt 20 þúsund miða. Slík er stemningin fyrir liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins eftir HM þar sem það stóð sig vel," sagði Einar.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Rúv.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×