Handbolti

Þórir ráðinn landsliðsþjálfari Noregs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Hergeirsson tekur við starfi landsliðsþjálfara Noregs.
Þórir Hergeirsson tekur við starfi landsliðsþjálfara Noregs. Nordic Photos / AFP

Þórir Hergeirsson hefur tekið við starfi landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta en þetta var staðfest á heimasíðu norska handknattleikssambandsins í dag.

Marit Breivik hætti nýlega sem landsliðsþjálfari eftir fimmtán ára starf en Þórir var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001.

Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001.

Noregur er ríkjandi Evrópu- og Ólympíumeistari og hlau silfur í síðustu heimsmeistarakeppni sem fór fram í Frakklandi árið 2007. Noregur hefur einu sinni orðið heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×