Fótbolti

Richard Dunne segir samúðarverðlaun FIFA vera algjört grín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richard Dunne, landsliðsmaður Íra og Thierry Henry.
Richard Dunne, landsliðsmaður Íra og Thierry Henry. Mynd/AFP

Richard Dunne, landsliðsmaður Íra, segir umræðu um sérstök samúðarverðlaun FIFA vera algjört grín og móðgun við írska landsliðið. FIFA er að plana það að veita Írum sérstök verðlaun vegna þess að þeir sátu efir í umspilinu á meðan Frakkar komust á HM á ólöglegu marki.

„Þetta er algjört rugl. Að gefa Írum einhvern platta í stað þess að liðið komist á HM," sagði Richard Dunne sem ennþá mjög reiður út í það hvernig Írar sátu eftir þegar Thierry Henry tók boltann með hendinni áður en hann lagði upp mark William Gallas. Dunne segir það breyta engu hvort FIFA muni dæma Henry í bann eða ekki.

„FIFA hugsar alltaf eins um Íra. Ef þú ert ekki stórþjóð með mikla stóra styrktaraðila þá ertu ekki velkominn. Það sást strax að Frakkar áttu að fara áfram þegar þeir breyttu reglunum í umspilsleikjunum," sagði Dunne og vísaði þá til styrkleikaröðuninnar fyrir dráttinn fyrir umspilið.

Miðvörðurinn frá Aston Villa hefur því engan áhuga á sérstökum samúðarverðlaunum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu.

„Þeir geta átt þess verðlaun sjálfir og það kæmi mér mikið á óvart ef við myndum sjáum fyrirliða okkar, Robbie Keane, mæta til þess að að taka á móti þeim," sagði Dunne.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×