Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2009 17:45 Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki Eiðs Smára í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur. Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur.
Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira