Erlent

Svínaflensutölvuleikur nær vinsældum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Dr. Gomund og svínin skæðu.
Dr. Gomund og svínin skæðu.

Tölvuleikurinn Swinefighter, sem byggir á svínaflensufaraldrinum, hefur náð nokkrum vinsældum á Netinu. Leikurinn tengist sjúdómseinkennum flensunnar þó ekki beinlínis heldur gengur hann út á að leikendur bjargi sjálfum sér, og að lokum allri heimsbyggðinni, frá stórhættulegum drápssvínum í vígahug. Persónan í leiknum heitir dr. Gomund. Hann er vopnaður stórri sprautu og ber að sjálfsögðu grímuna sem svo margir Mexíkóbúar hafa skartað í heimsfréttunum. Sá sem spilar leikinn stjórnar Gomund og stingur svínin með sprautunni. Flóknara er það nú ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×