Fótbolti

Ósáttur við að geta ekki notað Arshavin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arshavin getur ekki tekið meira þátt í Meistaradeildinni þetta tímabilið og verður í stúkunni á Emirates-vellinum í kvöld.
Arshavin getur ekki tekið meira þátt í Meistaradeildinni þetta tímabilið og verður í stúkunni á Emirates-vellinum í kvöld.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill að reglum verði breytt í Meistaradeild Evrópu. Hann er ósáttur við að mega ekki nota Andrey Arshavin í keppninni.

Arshavin lék með Zenit frá Pétursborg í riðlakeppninni og er því ekki löglegur með Arsenal þetta tímabilið. „Mér finnst ekki rökrétt að hann megi ekki spila með okkur þar sem liðið sem hann lék með er ekki lengur í keppninni," sagði Wenger en Zenit komst ekki upp úr riðli sínum.

„Ég get samt ekkert kvartað því þetta eru reglurnar og við vissum þetta þegar við keyptum leikmanninn," sagði Wenger. Arsenal tekur á móti Roma í Meistaradeildinni í kvöld klukkan 19:45 og verður leikurinn sýndur beint á hliðarrás Stöð 2 Sport númer þrjú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×