Fótbolti

Kristján Örn hlaut uppreisn æru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann.
Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann.

Segja má að Kristján Örn Sigurðsson hafi hlotið uppreisn æru í norskum fjölmiðlum um helgina eftir að hann fékk slæma útreið eftir frammistöðu sína um þarsíðustu helgi.

Kristján Örn hélt sæti sínu í byrjunarliði Brann um helgina þó svo að hann hafi verið tekinn af velli í fyrstu umferð deildarinnar um þarsíðustu helgi. Þá gerði hann sig sekan um mistök sem kostaði Brann tvö mörk í 3-1 tapleik fyrir nýliðum Sandefjord. Norskir fjölmiðlar gáfu honum öllum 1 í einkunn sem er afar sjaldgæft, ef ekki einsdæmi.

Brann mætti svo Noregsmeisturum Stabæk á heimavelli um helgina og gerði 1-1 jafntefli. Kristján Örn fékk ágæta dóma fyrir frammistöðuna og var ásamt Indriða Sigurðssyni, varnarmanni Lyn, með hæstu meðaleinkunn Íslendinganna í deildinni.

Alls voru sjö Íslendingar í byrjunarliðum norsku úrvalsdeildarfélaganna í 2. umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. Þeir fengu einkunnir á bilinu 4-6 sem eru algengustu einkunnirnar í deildinni.

Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru þeir Birkir Bjarnason, Viking, Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk, auk Indriða með hæstu heildarmeðaleinkunn Íslendinganna eða 4,5.

Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður í liði Brann um helgina og lék þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hið sama má segja um Björn Bergmann Sigurðarson sem lék síðustu fimm mínúturnar í leik Lilleström og Viking en það var hans fyrsti leikur í norsku úrvalsdeildinni.

Einkunnir Íslendinganna (Nettavisen - Aftenposten - Dagbladet):

1. Kristján Örn Sigurðssonm, Brann 5,3 í meðaleinkunn (6-6-4)

1. Indriði Sigurðsson, Lyn 5,3 (5-5-6)

3. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 5 (5-5-5)

4. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4,7 (5-5-4)

5. Birkir Bjarnason, Viking 4 (4-4-4)

5. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4 (4-4-4)

5. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4 (4-4-4)

Heildarmeðaleinkunn Íslendinganna:

1. Birkir Bjarnason, Viking 4,5

1. Indriði Sigurðsson, Lyn 4,5

1. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4,5

4. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4,33

4. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 4,33

6. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4

7. Kristján Örn Sigurðsson, Brann 3,17

Úrslit í 2. umferð:

Vålerenga - Álasund 1-1

Fredrikstad - Strömsgodset 2-0

Lilleström - Viking 1-1

Molde - Bodö/Glimt 3-1

Odd Grenland - Sandefjord 2-0

Start - Lyn 1-1

Brann - Stabæk 1-1

Tromsö - Rosenborg 2-4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×