Innlent

Þöktu Hummer Björgólfs Thors með rauðri málningu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hummer jeppi Björgólfs Thors.
Hummer jeppi Björgólfs Thors.
Skemmdarvargar þöktu Hummer jeppa Björgólfs Thors Björgólfssonar rauðri málningu í nótt þar sem hann stóð á plani Háskólans í Reykjavík við Höfðabakka.

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er embættið með málið til rannsóknar, en mál af þessum toga þarf ekki að kæra; þau fara sjálfkrafa í sakameðferð. Ekki er vitað hverjir voru að verki.

Myndir af verknaðinum voru sendar fjölmiðlum klukkan um korter í fjögur í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×