Gengið gæti styrkst um 30 prósent á einu ári 3. júní 2009 00:01 Baldur Pétursson „Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká
Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira