Harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við framlögum frá Neyðarlínunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2009 17:28 Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka." Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka."
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira