Erlent

Pjattaðir morðingjar

Óli Tynes skrifar
Sjáðu fína riffilinn minn.
Sjáðu fína riffilinn minn. Mynd/AP

Yfir tíuþúsund manns hafa fallið í eiturlyfjastríðinu í Mexíkó síðan í desember árið 2006.

Þar herja eiturlyfjabarónar á stjórnarherinn og lögregluna og hafa betur jafn oft og ekki.

Glæpalýðurinn er alveg jafn vel vopnum búinn og sveitir yfirvalda.

Eiturlyfjasmygl skilar gífurlegum hagnaði og það má sjá á vopnum smyglaranna. Til dæmis á Ak-47 hríðskotarifflinum á meðfylgjandi mynd.

Eigandi hans virðist pjattaður í besta lagi og hefur látið þekja riffilinn með þykkri gullhúð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×